Fjármálaheimurinn lifir eigin lífi og fulltrúar fjármálamarkaðarins koma fram með hroka. Þetta segir Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa. Andri sagði á fundi Viðskiptaráðs á föstudaginn að auka þyrfti trú almennings á markaðnum og hlutafjárútboðum.

Óskað var eftir viðbrögðum Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, en hún gat ekki orðið við þeirri beiðni.

VB Sjónvarp ræddi við Andra.