Alþjóðleg fjármálakreppa gæti gengið að tugþúsundum manna dauðum áður en upp verður staðið.

Ný rannsókn sem var unnin af sérfræðingum við Cambridge háskóla í Bretlandi sýnir að fylgni er á milli fjölgun hjartaáfalla og kerfislægra fjármálakreppa.

Rannsóknin, sem var unnin undir forystu David Stuckler, er sögð vera sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Um er að tölfræðilega greiningu á gögnum frá Alþjóðabankanum og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem ná fjörutíu ár aftur í tímann.

Niðurstaða rannsóknarinnar er að kerfislegar fjármálakreppur verða til þess að dauðsföllum vegna hjartaáfalla fjölgar um 6,4% að meðaltali í þróuðum ríkjum – aukningin er meiri í þróunarlöndum.

Þeir sem gerðu rannsóknina tóku viðtöl við þá sem stóðu í röðum fyrir utan þann banka í september til þess að endurheimta innistæður sínar og leiddu þau ljós að þeir voru undir sambærilegu álagi og þeir sem lenda í jarðskjálftum, taka þátt í stríðsátökum eða upplifa hryðjuverkaárásir.