Fjármálalæsi Íslendinga fer batnandi samkvæmt nýrri skýru Stofnunar um fjármálalæsi og sálfræðisviðs viðskiptafræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru:

  • Íslendingar skora hærra en áður í öllum þremur þáttum fjármálalæsis; þekkingu, viðhorfum og hegðun.
  • Meðaltal réttra svara í þekkingarhlutanum er 67%, en var 47% árið 2011 o 53% árið 2008.
  • Tvöfalt fleiri halda heimilisbókhald nú en árið 2011, hlutfallið nú er 30%.
  • Jafnmargir höfðu tekið lán til að ná endum saman síðustu 12 mánuði og í síðustu rannsókn, eða um 25%. Meðaltal innan OECD var innan við 20%
  • Ekki er samband milli þekkingar og hegðunar í fjármálum.
  • Nokkuð jákvætt samband er milli viðhorfa og hegðunar í fjármálum. Því jákvæðari viðhorf þátttakenda, þeim mun jákvæðari hegðun sýndu þeir.

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi seir að það hafi verið ráðist í víðtækar aðgerðir til að efla fjármálalæsi á Íslandi á síðustu árum. „Það er ákaflega ánægjulegt að sjá að Íslendingar taka framförum í fjármálalæsi, enda er það orðið snar þáttur í allri umræðu um læsi. Á undanförnum árum hefur verið ráðist í uppbyggingarstarf sem kemur meðal annars fram í því að fjármálalæsi er snar þáttur í nýrri námskrá grunn- og framhaldsskóla. Það er nauðsynlegt að halda áfram að hlúa að og efla fjármálalæsi, sérstaklega þegar kemur að því að breyta viðhorfum og þar með hegðun.“

Könnunin náði til 802 Íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára sem valdir voru með slembiúrtaki úr Þjóðskrá