Halldór Jóhannsson, stjórnarformaður Saga Capital, ræddi um stöðu Fjármálaeftirlitsins (FME) á aðalfundi Saga Capital og sagði að engum dyldist að mikill tími færi í að fá úrskurði um einföld mál enda augljóst að stofnunin væri undirmönnuð.

Halldór sagði að í því ljósi vekti það undrun hversu illa gengi að færa FME aukið rekstrarfé. Fjármálaeftirlitið væri fjármagnað af þeim sem stofnunin hefði eftirlit með og atvinnugreinin ætti að leggja metnað sinn í að tryggja FME aukið rekstrarfé, þannig að hægt væri að stórauka afkastagetu stofnunarinnar, að því er fram kemur í frétt frá fjárfestingarbankanum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .