Skattalögfræðingurinn Eric Jucker telur að fjármálamenn munu ekki geta leitað í skjól í svissneskum bönkum semji stjórnvöld þar í landi við þýsk yfirvöld um að fá aðgang að ákveðnum upplýsingum.

Gangi þetta eftir geta þýsk skattyfirvöld óskað eftir upplýsingum um reikninga þýskra ríkisborgara sem geymdir eru í svissneskum bönkum. Telja sérfræðingar þetta endalok bankaleyndar í álfunni þar sem ekki er hægt að tryggja trúnað við viðskiptavini.

Þetta kemur fram á fréttaveitunni Bloomberg í dag. Jucker telur að með þessu gangi Swiss lengra í upplýsingaskiptum við önnur ríki en gilt hefur hingað til og munu heimildir til að upplýsa um reikninga viðskiptavina líkjast því sem gerist annars staðar og þar með gera út um sérstöðu Sviss í bankaheiminum.