Við fengum ýmsa fjármálamógúla til að fara yfir viðskiptaáætlanir okkar fyrir Kex hostel sem gáfu okkur ýmis góð ráð, sagði Pétur Marteinsson, eigandi og stofnandi Kex hostels. Hann sagði þá hafa fengið þau ráð að sleppa því að hafa bar, minnka opnu svæðin og fjölga kojum. Kojurnar væru þeirra "cash cows" en Pétur segist hafa heyrt það orð oft við undirbúninginn. Pétur sagði frá stofnun Kex hostels á fundi Arion banka í gær um hugverkavernd.

Hinsvegar ákváðu eigendur Kex hostels í staðinn að fækka kojum, stækka opnu svæðin og leggja enn meiri áherslu á barinn, þveröfugt við ráð sérfræðinganna. Barinn var það sem þeir höfðu mikinn áhuga á, sagði Pétur. Kex hostel átti að vera áhugaverður staður sem Íslendingar myndu vilja sækja. Rétt blanda af fólki á staðnum myndi draga að erlendu gestina sagði Pétur.

Frumleiki skipti miklu máli við opnun á nýjum stað því það er í raun ekkert mál að opna hostel og veitingastað sagði Pétur. Það er hinsvegar það sem þú gerir öðruvísi er það sem er tímafrekara, sagi Pétur.