George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, vill veita Englandsbanka sérstakt vald til að hafa áhrif á áhættusöm húsnæðislán. Hann vill gera þetta til að sanna að hann muni vernda hagkerfið frá framtíðar áhættum sem gætu komið upp á húsnæðismarkaðnum.

Osborne vill veita Englandsbanka pólitískt vald til að framkvæma aðgerðir á húsnæðismarkaðnum til dæmis með því að setja takmörk á það hversu háa fjárhæð fólk má fá lánað fyrir húsnæðiskaupum.

Þessi ákvörðun ráðherra, sem tilkynnt verður á fimmtudaginn, er talin vera skýr skilaboð þess að hann ætlist til að Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, og samstarfsmenn hans muni gera allt í valdi sínu til að forðast aðra húsnæðisbólu.