Steingrímur J. Sigfússon - Fundur um fjárlagafrumvarp 2012
Steingrímur J. Sigfússon - Fundur um fjárlagafrumvarp 2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Fjármálaráðherra diktar ekki upp hagspár og fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofu Íslands. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í umræðum um fjárlög 2012 á Alþingi í dag. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði um þann mismun sem er á spám Hagstofu Íslands og Seðlabankans. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir meiri hagvexti en spá Hagstofunnar.

Kristján Þór sagði að ef spá Seðlabankans gangi eftir þýði það tekjusamdrátt fyrir ríkissjóð upp á rúmlega 6 milljarða króna. Mikilvægt sé að fjárlaganefnd skoði í hverju munurinn liggur.

Fjármálaráðherra sagðist vissulega rýna í hagspár, og hvað liggur að baki þeim. Ef spár Hagstofunnar, Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu hinsvegar bornar saman fyrir árin 2011 til 2013 þá séu þær svipaðar að meðaltali, þó munur sé milli ára.