Þeir sem tala fyrir einhliða upptöku annarra gjaldmiðla, svo sem kanadadollar, eru að afvegaleiða umræðuna um gjaldmiðlamálin, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra. Hún benti jafnframt þeim á í erindi sínu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins að þeir sem hafi talað fyrir upptöku kanadadollars að vægi hans nemi aðeins 1,6% í milliríkjaviðskiptum þjóðarinnar. Af þeim sökum sé ekki raunhæft að tala upp að taka hann upp sem þjóðargjaldmiðil.

Hún telur þá sem tali fyrir raunhæfum lausnum í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar of hljóða.

Oddný sagði greiningardeild Arion banka hafa hitt naglann á höfuðið á dögunum þegar hún sagði íslensku þjóðina ekki standa frammi fyrir neinum góðum kostum þegar komi að útfærslu gjaldeyrislaganna. Valið standi alltaf á milli fárra slæmra kosta.“

Oddný sagðist ekki vera að tala krónuna niður með ummælum sínum. Þvert á móti. Krónan eigi ekki við ímyndarvanda að stríða sem megi bæta með kynningarátaki.

Hún sagði farsælast að stefna að inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evru sem þjóðargjaldmiðil í kjölfarið. Sömuleiðis eigi að kanna hvort hægt verði að hraða innleiðingunni. „Um leið verðum við komin með þá kjölfestu sem okkur vantar,“ sagði Oddný.