Fjármálaráðherra lagði fram í ríkisstjórn á föstudaginn frumvarp sem markar ramma um sölu ríkiseigna og eigendastefnu. Til að áætlun fjárlaga fyrir árið 2012 gangi upp þarf ríkið að afla sjö milljarða króna með sölu eigna. Gangi það ekki eftir er verið að skoða kosti arðgreiðslna.

Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir mögulegar leiðir við sölu ríkisfyrirtækja. Rifjað er upp að fimm ár eru liðin frá því að ríkisfyrirtæki eða hlutur ríkissins í fyrirtæki var seldur. Það var 16,67% hlutur ríkisins í Baðfélagi Mývatssveitar, sem seldur var árið 2007. Til samanburðar þá áttu sér stað 48 sölur á eignarhlutum í ríkisfyrirtækjum á árumum 1992-2007 á vegum framkvæmdanefndar um einkavæðingu.