Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra nýtur mest trausts allra ráðherra í ríkisstjórninni, eða 40%.

Ólöf Nordal nýtur trausts 21% af þeim sem tóku afstöðu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 17%. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun 365 miðla sem var birt í Fréttablaðinu í dag. Aðrir ráðherra mælast undir 7%.

Alls sögðust 48% vera óákveðnir í afstöðu sinni og 19% neituðu að svara. Spurt var: Hvaða ráðherra berstu mest traust til?