Skattadagur Deloitte verður haldinn á þriðjudagsmorgun á Grand Hótel Reykjavík. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun setja daginn en svo verða fjögur erindi haldin. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, mun fjalla um skattstofna sveitarfélaga. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, mun fjalla um skattabreytingar frá virðisaukaskatti til nýsköpunar.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, mun tala um brotalamir og umbætur í skattframkvæmd og Haraldur Ingi Birgisson hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte mun ræða reglubyrði og rekstraráhættu í milliverðlagningu.