George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, svelgdist á ristaða brauðinu í morgun þegar hann sá mynd af sér í gervi Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra á forsíðu Daily Mail. Í gær mælti Osborne fyrir nýjum fjárlögum á breska þinginu og þótti margt í ræðu hans minna á forsætisráðherrann fyrrverandi.

Lagði hann mikla áherslu á hefðbundin gildi Íhaldsflokksins. Niðurskurður einkennir frumvarpið ásamt umfangsmiklum skattalækkunum á einstaklinga og fyrirtæki ásamt aðgerðum sem eiga að gera ungu fólki auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið á næstu tveimur árum.

Þóttust ritstjórar Daily Mail geta séð áhrif Tatcher á innihald ræðunnar og steyptu þeim því saman í mynd.

Í sjónvarpsviðtali í morgun sagði hann að myndin hefði ekki ollið honum martröðum, því hann sá hana ekki fyrr en að nætursvefni loknum. Honum hafi þó svelgst á ristaða brauðinu.

Horfa má á viðtalið við Osborne hér .