Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, fer í dag til Washington á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans þar sem ástand efnahagsmála í heiminum verður til umfjöllunar.

Samhliða fundum hinna alþjóðlegu stofnana mun ráðherra m.a. eiga tvíhliða fundi með fulltrúum bandarískra og breskra stjórnvalda auk þess sem hann mun hitta fulltrúa fjölmargra fjármálafyrirtækja sem átt hafa viðskipti við Ísland.

Þetta kemur framá vef fjármálaráðuneytisins en fundirnir hefjast á morgun og standa fram á þriðjudag í næstu viku.