Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur keypt bæinn Kirkjuhvol í Þykkvabæ og flutt lögheimili sitt þangað frá Hafnafirðinum að því er segir í frétt sunnlenska fréttavefsins sudurland.is. Þar er haft eftir aðstoðarmanni Árna að fjármáðherra hyggist hafa annan fótinn í Þykkvabæ en búa áfram í Hafnafirði stærstan hluta árs.

Árni mun að öllum líkindum koma upp aðstöðu fyrir hrossin sín í nágrenninu en hann er mikill hestamaður segir í fréttinni. Íbúðarhúsið sem hér um ræðir er gamalt prestssetur og var áður í eigu sveitarfélagsins í Rangárþingi ytra.