Viðskiptavinir Kaupþings Edge í Noregi hafa ekki getað hreyft við innstæðum sínum í dag. Á vef Kaupþings Edge í Noregi er tilkynning þess efnis að þeir geti ekki tekið út peninga.

Haft er eftir norska fjármálaráðherranum, Kristin Halvorsen, í norskum fjölmiðlum að óljóst sé hvort Íslendingar ábyrgist innstæðurnar upp að 20 þúsund evrum.

Hón tók þó fram að norska ríkið myndi ábyrgjast innstæðurnar. Hún hafði engar skýringar á því hvers vegna netbankanum hefði verið lokað.

Norskir fjölmiðlar segja að viðskiptavinir hafi streymt til Kaupþings í Noregi til að taka út peninga eftir að ljóst var að íslenska ríkið hefði tekið yfir rekstur bankans.