Hópur fjármálaráðherra Evrópusambandslanda funda í dag um hvaða aðgerða Evrópusambandið vill grípa til til að stemma stigu við ofurlaunum bankastjóra og yfirmanna, sem borgaður er fyrirtækjaskattur af, að sögn Telegraph. Trúnaðarskjal varðandi málið lak til spænskra fjölmiðla, en í því segir að launakerfi nútímakapítalisma sé afmyndað og láti fyrirtæki taka of mikla áhættu án tillits til hagsmuna samfélagsins.

Í skjalinu eru fyrirtæki gagnrýnd fyrir að eltast við tímabundinn gróða með uppsögnum, á kostnað starfsmanna.

Ráðherrarnir vilja setja hindranir við notkun hlutabréfasamninga, við bónusum og gulltryggingum (e. golden parachute).  Áætlanir ráðherrana eru þó enn aðeins lauslegar bollalengingar, en talið er víst að stjórnvöld Evrópusambandslandanna fylgist nú vel með frumvarpi sem hollenska þingið tekur fyrir í þessum mánuði, en í því er lagður hár hátekjuskattur á launagreiðslur sem eru yfir 500.000 evrur og réttur til að veita stjórnendum bónusa og kaupréttarsamninga takmarkaður verulega.

Viðmælandi Telegraph gagnrýnir áætlun Evrópusambandsins og segir að hún muni engu skila, aðeins færa meiri viðskipti frá London til Hong Kong, Singapúr og Bandaríkjanna.