Gunnar Björnsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu segir að þó kjararáð muni úrskurða um launakjör yfirmanna félaga sem ríkið hefur yfirtekið og dótturfélaga þeirra, þá muni það ekki úrskurða um laun bankastjóra FIH bankans í Danmörku sem var dótturfélag Kaupþings.

Gunnar segir að kjararáð muni samkvæmt nýju lögunum ekki hafa launaúrskurðarvald gagnvart félögum sem yfirtekin hafa verið og heyri bein undir gömlu bankana.

„FIH bankinn er þeim megin. Hann heyrir undir gamla landsbankann og þegar af þeirri ástæðu að hann heyri undir danska hlutafélagalöggjöf þá fer hann ekki undir kjararáð. Þar ræður eigendastefna samkvæmt dönskum hlutafélagalögum.”