Lausafjárstaða ríkissjóðs er góð og voru innstæður ríkissjóðs í Seðlabankanum 164 milljarðar króna um síðustu áramót segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um stöðu ríkissjóðs. Ráðuneytið telur því að ríkissjóður geti endurfjármagnað lán að andvirði 130 milljarðar króna sem eru á gjalddaga á árinu. Fjárþörf ríkissjóðs vegna hallareksturs hefur verið fjármögnuð að fullu á innlendum skuldabréfamarkaði.

Innlendar markaðsskuldir nema 625 milljörðum kr.,  en á móti þeim eru innstæður ríkssjóðs í Seðlabankanum að fjárhæð 164 milljarðar kr.   Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ríkissjóður hefur beitt virkri skuldastýringu við fjármögnum ríkissjóðs og vinnur þar eftir skuldastýringarstefnu sem mótuð var á síðasta ári með ráðgjöf frá sérfræðingum  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins auk annarra erlendra og innlendra sérfræðinga. Í henni eru sett fram helstu markmið og viðmið við skuldastýringu á næstu árum.