Á árinu 2005 jukust einkaneysla og fjárfesting kröftuglega og þar með þjóðarútgjöld. Hagvöxtur er áætlaður að hafa verið 5,5% það ár. Árið 2006 er gert ráð fyrir að hægi á vexti þjóðarútgjalda en að aukinn útflutningur áls segi til sín og hagvöxtur verði 4,7%.

Við lok núverandi stóriðjuframkvæmda árið 2007 verður umtalsverður samdráttur í fjárfestingu. Þrátt fyrir það mun bati í utanríkisviðskiptum ná að viðhalda hagvexti sem er spáð tæplega 1% það ár. Vegna áframhaldandi bata í utanríkisviðskiptum er spáð 2,3% hagvexti árið 2008.