SBI Financial Services, dótturfélag japanska fjármálarisans SBI Holdings, hefur fest kaup á bresku rafmyntamiðluninni B2C2. Reuters greinir frá og segir í frétt miðilsins að kaupverðið sé ekki gefið upp.

Þar með er SBI fyrsta stóra fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu til að hafa slíka þjónustu innan sinna vébanda. B2C2, sem var stofnað árið 2015, er einn stærsti rafmyntamiðlari heims.

SBI hefur veitt viðskiptavinum sínum aðgang að viðskiptakerfi B2C2 síðan í júlí á þessu ári, eða frá því SBI keypti lítinn hlut í fyrirtækinu.