*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 24. ágúst 2018 19:15

Fjármálastjóra Trump veitt friðhelgi

Allen Weisselberg, fjármálastjóra Trump-samsteypunnar, hefur verið veitt friðhelgi í tengslum við rannsóknina á Michael Cohen.

Ritstjórn
Æ fleiri núverandi og fyrrverandi samstarfsaðilar og kunningjar Trump hafa lent undir smásjá rannsakenda í rannsókninni á Michael Cohen og fleirum í tengslum við meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016.
epa

Fjármálastjóra Trump-samsteypunnar, Allen Weisselberg, hefur verið veitt friðhelgi í tengslum við rannsóknina á Michael Cohen, fyrrum lögfræðingi Donalds Trump.

Weisselberg var kallaður fyrir rétt fyrr á árinu vegna rannsóknar á Cohen, en hann játaði að hafa borgað tveimur konum fyrir þögn þeirra fyrir hönd Trump á þriðjudag.

Friðhelgin sem Weisselberg var veitt er sú nýjasta, en á fimmtudag kom í ljós að David Pecker, framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins National Enquirer, hafði einnig verið veitt friðhelgi í Cohen-málinu.

Weisselberg er sagður vera nefndur á nafn á á upptöku sem Cohen tók upp án hans vitundar árið 2016. Á upptökunni ræða þeir greiðslu til meints elskhuga Trump, í skiptum fyrir þögn viðkomandi.

BBC segir frá.

Stikkorð: Trump
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is