Andrew S. Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkufyrirtækisins Enron, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hlut sinn í bókhaldssvindli sem leiddi að lokum til gjaldþrots Enrons árið 2001.

Refsingin var mildari en búist var við en margir töldu að Fastow gæti fengið allt að tíu ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í Enron málinu.