Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, hefur bæði keypt og selt í félaginu í dag. Gengi félagsins er nú 124,50 krónur á hlut og hefur lækkað um 1,19%.

Tilkynnt var til Kauphallarinnar að Hjörleifur hafi selt 300.000 hluti í Össuri á genginu 125,5. Söluvirði hlutarins 37.650 þúsund krónur.

Einnig var tilkynnt um að hann keypti 1.000.000 hluti í félaginu á genginu 46, og hefur því borgað 46 milljónir króna fyrir hlutinn.

Eftir viðskiptin á Hjörleifur 1.300.000 hluti í félaginu.

Össur hefur einnig tilkynnt um kaup á eigin bréfum. Um er að ræða 300.000 hluti keypta á genginu 126,5. Bréfin eru keypt til að uppfylla kaupréttarsamning.