Tilkynnt var í gær að fjármálastjóri Tesla, Deepak Ahuja, hyggðist láta af störfum hjá fyrirtækinu. Frá þessu er greint á vef Financial Times . Ahuja hefur starfað hjá fyrirtækinu undanfarin tvö ár.

„Það er enginn góður tími til að tilkynna þetta," lét Ahuja hafa eftir sér við fjölmiðla og bætti við að þessi ákvörðun komi í kjölfar tveggja góðra ársfjórðunga hjá fyrirtækinu.

Í kjölfar tilkynningarinnar féllu hlutabréf í fyrirtækinu um 6%. Varafjármálastjóri fyrirtækisins Zach Kikhorn, mun taka við af Ahuja.