Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóri hjá Trump samsteypunni, játaði skattsvik í 15 ákæruliðum fyrir dómstól í New York í dag.

Weisselberg, sem er 75 ára, hefur starfaði fyrir Trump fjölskylduna frá 1973. Lengst af fyrir fjármálastjóra samstæðunnar þar til hann tók við fjármálastjórastöðu Trump Hotels & Casino Resorts árið 2000. Að auki sá hann um persónuleg fjármál fjölskyldumeðlima Trump fjölskyldunnar.

Weisselberg játaði að hafa skotið undan 1,76 milljón Bandaríkjadala og þannig komist hjá því að greiða hundruðir þúsunda dala í skattgreiðslur.

Sem hluti af játningu Weisselberg þarf hann að vitna í máli gegn Trump Organization sem fer fyrir dóm í október. Hann þarf að auki að sitja í fimm mánuði í fangelsi, þarf að halda skilorð í 5 ár og greiða tæpar 2 milljónir dala í sektir og skattgreiðslur.