„Við höfum verið að bíða eftir reglugerðinni. Um leið og hún hefur verið gefin út er hægt að fara að stunda þessi viðskipti og þá fer þetta formlega af stað,“ segir Einar Örn Stefánsson hjá Íbúðalánasjóði.

Hann segir fjármálafyrirtæki þurfa að óska eftir kaupum á lánum sínum með skriflegri umsókn til Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður mun leggja sjálfstætt mat á verðmæti skuldabréfanna – um ræðir einungis skuldabréf sem eru tryggð með veði í íbúðarhúsnæði – og getur synjað umsóknum ef tilefni þykir til.

Viðskiptavinir með lán sem flutt verða yfir munu svo fá tilkynningu um að bréf þeirra séu komin til Íbúðalánasjóðs en að öðru leyti séu kjörin þau sömu.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .