Hlutabréf á markaði í Evrópu hækkuðu í dag. Hækkunin var leidd af fjármálastofnunum og félögum í málmvinnslu.

Hækkun Credit Suisse er sú mesta í þrjár vikur og kom í kjölfar frétta um að Katar ætli að kaupa stóran hlut í bankanum. Námufyrirtækið BHP Billiton hækkaði í kjölfar hækkandi verðs á járngrýti.

FTSE 100 í London hækkaði um 2,6% í dag og DAX í Frakklandi um 2%. CAC 40 í Frakklandi fór upp um 1,9% og IBEX 35 á Spáni hækkaði um 1,8%.