Bankarnir fjármögnuðu hlutabréfakaup í sjálfum bönkunum að upphæð 300 milljarða króna. Það er upphæðin sem notuð var til að kaupa hlutabréf í bönkunum sem bankarnir lánuðu sjálfir til. Sigríður Benediktsdóttir fulltrúi í rannsóknarnefnd Alþingis segir að eigið fé bankanna hafi meðal annars af þessum sökum verið veikt. Eiginfjárhlutföll hafi ekki gefið rétta mynd af fjárhagslegum stryk þeirra. Samþjöppun á áhættu hafi verið mikil.

Hún segir að mörk milli hagsmuna eigenda bankanna, Straums þar með talinn, og bankanna sjálfra hafi verið óljós. Stærstu skuldbindingar bankanna hafi tengst eigendum þeirra. Þá hafi Peningamarkaðssjóðir fjárfest að miklu leyti í verðbréfum sem voru tengd eigendum bankanna. Sigríður sagði vandsé að tilviljun ein hafi ráðið þar um fjárfestingar bankanna.