Fjármögnun þýska félagsins PCC SE á byggingu kísilvers á Bakka er ekki lokið, að sögn Magnúsar Magnússonar, rekstrarráðgjafa þýska félagsins hér á landi. Hann segir útlitið þó gott. Viðræður standi yfir við þýskar fjármálastofnanir sem sýni verkefninu mikinn áhuga. Unnið er að verkefninu á fleiri stöðum og á PCC í samningaviðræðum við fyrirtækið SMS Siemag um byggingu verksmiðjunnar.

Viðræður um endanlegt verð á tilboði SMS Siemag í framkvæmdirnar standa yfir. Magnús tekur fram að hann sé ekki talsmaður PCC hér á landi. Framkvæmdir við uppbyggingu kísilvers á Bakka yrði fyrsta verkefni PCC SE hérlendis. PCC BakkiSilicon hf., félagið sem heldur utan um eign og rekstur kísilverksmiðjunnar sem stefnt er að á Bakka, var stofnað í maí á síðasta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.