Ríkistjórnin samþykkti í dag fjárheimildir fyrir Íbúðalánastjóð sem tryggja fjármögnun á uppbyggingu stúdentagarða í Vatnsmýrinni. Heildarkostnaður er áætlaður um 4 milljarðar króna og mun Íbúðalánasjóður veita lán fyrir 90% kostnaðarins, er fram kemur í frétt Velferðarráðuneytinu. Íbúðalánasjóði er heimilt að veita lán til framkvæmda af þessu tagi á 3,5% vöxtum.

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Áformað er að reisa byggingu með 280 stúdentaíbúðum fyrir um 320 námsmenn. Að jafnaði eru um 350-550 stúdentar á biðlista eftir leiguíbúðum.

Undirbúningur framkvæmdanna er vel á veg kominn og framkvæmdir ættu að gera hafist í haust. Áætlað er að þær skapi um 300 ársverk. Gert er ráð fyrir að fyrri áfangi verksins ljúki í árslok 2013 og framkvæmdunum í heild ljúki árið 2014.