Ítalska ríkið gaf út skuldabréf í dag og olli útboðið miklum vonbrigðum. Í kjölfarið hafa áhyggjur vaxið að skuldakrísan sé að breiðast út.

Ítalir gáfu út skuldabréf að verðmæti 8 milljarða evra til 10 ára. Álagið hækkaði um 83 punkta frá síðasta útboði fyrir mánuði síðan, úr 4,94% í 5,77%.  Hækkunin er gríðarleg og eykur kostnað ríkisins mikið.

Sérfræðingar hafa haldið því fram að mörkin á því hvort álagið er viðráðanlegt til lengri tíma sé 6%.