Einu tilboði var tekið í skuldabréfaflokkinn RIKB 16 1013 sem Lánasýsla ríkisins bauð út í morgun. Upphæð tilboðsins var 2 milljarðar króna að nafnverði og var því tekið á söluverðinu 98,400. Ávöxtunarkrafan er 6,35%.

Alls bárust 13 gild tilboð að upphæð samtals 10,4 milljarðar í flokkinn sem er óverðtryggður. Í tilkynningu til kauphallar kemur fram að aðalmiðlurum bjóðist að kaupa 10% þess sem selt var í útboðinu á samþykktu kaupverði til næsta þriðjudags.

Hætt hefur verið við skuldabréfaútboð sem áætlað var 24. júní nk. þar sem fjármögnunarþörf annars ársfjórðungs hefur nú verið fullnægt.