Reykjavíkurborg hefur að undanförnu átt í viðræðum við lífeyrissjóðina í landinu um fjármögnun nýframkvæmda hjá borginni. Athygli vekur að útboð sem nú eru í gangi eru með fyrirvara um fjármögnun. E

nginn fundur er í borgarráði á morgun, uppstigningardag, svo ekki er að vænta endanlegrar niðurstöðu fjármögnunar fyrr en í næstu viku.

Óskar Bergsson, formaður framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkurborgar, segir að um sé að ræða fjármögnun á ýmsum nýframkvæmdum upp á um 7 milljarða króna, en um 4 milljarða rekstrar- og viðhaldsverkefni séu fjármögnuð af eigin fé borgarinnar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .