Heildarfjármunaeign innlendra fjármálafyrirtækja nam 10,9 billjónum króna (10.906 milljörðum) í lok annars ársfjórðungs. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans sem tekinn er að birta þessar upplýsingar á vef sínum. Um 39% þessarar eignar eru útlán (4.213 milljarðar) en 29% eru verðbréf önnur en hlutabréf.

Heildarskuldir fjármálafyrirtækja eru 15,4 billjónir og er langstærstur hluti þeirra skuldir fjármálafyrirtækja í nauðasamningum eða slitaferli, 62%.