Hrein fjárþörf ríkissjóðs er áætluð 145 milljarðar króna á árinu sem áformað er að fjármagna með 100 milljarða króna af innistæðum ríkissjóðs í Seðlabankanum og með útgáfu markaðsskuldabréfa umfram innlausn fyrir um 45 milljarða króna.

Gefinn verður út nýr 2ja ára flokkur ríkisbréfa í júlí. Einnig verður ráðist í mánaðarleg útgáfu á 3ja mánaða ríkisvíxlum. Erlend lán á gjalddaga verða endurfjármögnuð segir í tilkynningu Seðlabanka Íslands.

Einnig er fyrirhugað að gefa út nýjan 2 ára flokk ríkisbréfa á miðju ári og byggja hann tiltölulega hratt upp. Hrein útgáfa ríkisbréfa er þannig áætluð 74 milljarðar króna að nafnverði árið 2009.