Áður en Kristín Ingólfsdóttir varð rektor Háskóla Íslands var hún dósent í lyfjafræði við sömu stofnun.

Í viðtali við Morgunblaðið árið 1995 greindi hún frá rannsóknum sínum á lækningarmætti íslenskra fjallagrasa. Í þá daga höfðu erlendir vísindamennáhuga á grösunum vegna verkunar þeirra á HIV-veiruna og berkla en Kristín rannsakaði einna helst virkni þeirra á magasár og astma.

„Ekki leikur vafi á því að í íslenskri náttúru leynast áhugaverð nytjaefni,“ sagði Kristín í viðtalinu og hver veit nema hún haldi rannsóknum sínum áfram eftir að hún lætur af embætti sem rektor.