Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í Evrópu í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar voru það helst fjarskiptafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagins.

FTSE 300 vísitalan hækkaði um 1,8% eftir hafa þó lækkað innan dags um 0,9%.

Eins og fyrr segir voru það fjarskiptafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins. Þannig hækkaði Vodafone um 7% eftir að félagið gaf út jákvæða afkomuspá fyrir árið í ár.

Á eftir fylgdu Deutsche Telekom, France Telecom og Telecom Italia sem hækkuðu um 4,5% - 7,3%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 2,1%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 2% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 2,4%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 1,8% og í Sviss hækkaði SMI um 1%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 1,1%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 2,6% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 2,9%.