Evrópusambandið skoðar nú hvort fimm af stærstu fjarskiptafyrirtækjum Evrópu séu að brjóta samkeppnisreglur. Fjarskiptafyrirtækin Vodafone, France Telecom, Telecom Italia, Deutsche Telekom og Telefonica hafi fengið spurningalista frá Evrópusambandinu.

Það hefur gustað köldu á milli Evrópusambandsins og fjarskiptarisanna vegna þrýstings um að lækka símakostnað.

Fjarskiptafyrirtækin heyja nú mikla varnarbaráttu þar sem fyrirtæki á borð við Apple og Google bjóða ókeypis símaþjónustu í samkeppni við gömlu risana sem hafa verið að auka samstarfa sitt til muna undanfarið. Þetta kemur fram á vef New York Times.