Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði í dag um 0,18% í tæplega 3,4 milljarða króna hlutabréfaviðskiptum dagsins. Stóð vísitalan nú í 1.710,29 stigum við lok viðskipta.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,03% í tæplega 4,2 milljarða króna viðskiptum og stendur hún nú í 1.237,03 stigum.

Fjarskipti og N1 hækkuðu mest

Annan daginn í röð var mest hækkun með bréf Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, en við lok viðskipta fæst hvert bréf félagsins nú á 48,35 krónur, eftir 2,44% hækkun. Viðskipti með bréf félagsins voru rúmar 72 milljónir króna.

Næst mesta hækkunin voru með bréf N1, eða 1,72% í 357 milljón króna viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins nú á 100,50 krónur.

Icelandair og Marel lækkuðu mest

Bréf Icelandair, Marel og Tryggingamiðstöðvarinnar eru þau einu sem lækkuðu í verði í kauphöllinni í dag, en viðskiptin með það síðastnefnda voru lítil og lækkunin minni en hjá hinum tveimur.

N1 lækkaði um 0,64% í 217 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 234,50 krónur. Icelandair lækkaði um 0,63% í rétt tæplega 200 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 23,50 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,3% í dag í 3,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 1,4 milljarða viðskiptum.