Fjarskipti hf, móðurfélag Vodafone, hefur tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé fyrirtækisins. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu.

Á aðalfundi Fjarskipta hf. þann 19. mars síðastliðinn var samþykkt að félagið gæti kaupið eigin hluti allt að 10% af hlutafé félagsins. Endurkaup þessi munu þó að hámarki nema 10.300.000 hlutum, eða 3,06% af útgefnum hlutum í Fjarskiptum hf. Þó verður það þannig að heildarkaupverð verði ekki meira en 400 milljónir króna.

Endurkaupaáætlunin er í gildi til 31. desember 2015 eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar. Verða kaupin framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu að hámarki nema 321.267 hlutum.

Verð fyrir hvern hlut skal vera að hámarki hæsta verð síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Viðskipti Fjarskipta hf. með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.