*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 2. mars 2018 13:21

Fjarskipti skipta um nafn

Fjarskipti stefna á nafnabreytingu eftir kaupin á 365 miðlum enda félagið ekki eingöngu fjarskiptafyrirtæki lengur.

Ritstjórn
Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Fjarskipta, móðurfélags Vodafone á Íslandi, hyggjast leggja fram tillögu til að nafni félagsins verði breytt á aðalfundi félagsins sem fer fram þann 22. mars næstkomandi. Ekki kemur fram hvert hið nýja nafn verði en stefnt er að því að kynna breytinguna á fundinum.

Fjarskipti keyptu fjölmiðla 365 miðla að undanskildu Fréttablaðinu og Glamour í lok síðasta árs og eru því ekki lengur eingöngu fjarskiptafyrirtæki. Því er einnig stefnt á að breyta lýsingu á tilgangi félagsins til að taka mið af því að fyrirtækið starfi á sviði fjölmiðla og upplýsingatækni ásamt fjarskiptastarfsemi.

Stjórnarlaun hækki um 10%

Auk þess er lagt til að og laun stjórnar, nefndarmanna undirnefnda og tilnefningarnefndar hækki um 10%. Þannig verði að laun stjórnarformanns 600 þúsund á mánuði og annarra stjórnarmanna 300 þúsund krónur á mánuði.

Í greinargerð með tillögunni segir að hækkunin sé lögð til vegna aukins umfangs starfseminnar í kjölfar kaupa á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla, almennri launaþróun og samanburði við önnur skráð félög á markaði.

Stikkorð: 365 miðlar Vodafone Fjarskipti