Lífeyrissjóðir, fjársterkir aðilar og fjárfestingarsjoðir hafa leitað til Íbúðalánasjóðs og spurst fyrir um eignir sem henta til út­leigu. Unnið er að fjár­mögn­un eins slíks verk­efn­is þar sem 156 íbúðir eru keypt­ar í einu lagi. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fjársterkir aðilar sjái um fjármögnun kaupanna en að félög séu síðan stofnuð í kringum eignirnar.

„Áhuginn er meiri en áður og menn eru líklegri til að klára verkefnin,“ segir Sigurður og bendir á að fyrir tveimur árum hafi ekkert þýtt að standa í þessu.