Fjársvik á hvers kyns tagi jukust um 14% á fyrri helmingi ársins í Bretlandi. Fyrirtækið Cifes, sem þróar varnir gegn fjár- og greiðslukortasvikum, greindi frá þessu í úttekt sinni í dag.

Alls voru yfir 104 þúsund fjársvik færð til bókar á fyrstu sex mánuðum ársins. Bankareikningar og kreditkort eru vinsælustu skotmörk fjársvikara að því er kemur fram í frétt BBC.

Flest svik voru skráð í East Ham í Lundúnum. Rannsóknastjóri Cifas segir jafnframt í samtali við BBC að íbúasamsetning Lundúna ýti undir svik af þessu tagi, þar sem vel ákaflega ríkt fólk býr í félagi við fólk í sárri fátækt.