Ítalska lögreglan hefur afhjúpað fjársvik sem hún telur að hafi kostað ítalska skattgreiðendur um 1,7 milljarða evra, en það jafngildir um 261 milljarði íslenskra króna. BBC News greinir frá málinu.

Tveir menn eru ásakaðir um að hafa komið lygavefnum af stað, en þeir notuðu falsaða reikninga til þess að rukka ítalska ríkið um þjónustu sem aldrei var veitt.

Svikin ná aftur til ársins 2001 og í heildina voru þátttakendur í þeim 62 talsins. Ítalska lögreglan hefur haldlagt eignir að virði 100 milljóna evra í tengslum við málið, auk annarra eigna og tveggja fyrirtækja.