Þótt langt sé síðan Ísland sagði skilið við Danmörku er íslenska útgáfa fjársýslu- eða bankaskattsins að danskri fyrirmynd bæði hvað varðar gjaldstofn og skatthlutfall. Rétt er að taka fram að Danir leggja ekki á tryggingargjald á launagreiðslur fyrirtækja þannig að í reynd stefna stjórnvöld að því að að skattleggja launalið banka og fjármálafyrirtækja mun meira en Danir og miklum mun meira en aðrar þjóðir gera. Samanlagt tryggingargjald og fjársýsluskattur myndi að óbreyttu þýða liðlega 19% skatt á launalið íslenskra banka og fjármálafyrirtækja en svo hár skattur er nánast óþekktur í Evrópu.

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.