Heildarfjárveiting til embættis Umboðsmanns skuldara mun nema 157,2 milljónum króna samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Það er lækkun um 68,3% frá gildandi fjárlögum sem gera ráð fyrir 496,4 milljóna króna fjárveitingu.

Engu að síður er gert ráð fyrir að útgjöld embættisins verði 397 milljónir króna á árinu 2016. Áætlanir embættisins gera ráð fyrir að nýta uppsafnaðan höfuðstól frá fyrri árum að fjárhæð 239,6 milljónir króna til rekstur á árinu 2016.

Áætluð útgjöld eru í samræmi við rekstraráætlun sem unnin var fyrir árin 2015–2017 en hún gerir ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar dragist saman í takt við fækkun umsókna um greiðsluaðlögun og aðra þjónustu hennar.