Alls tæplega 100 milljónir íslenskra króna hafa verið veittar til 7 framhaldsskóla í greiðsluvanda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu í dag frá fjármálaráðuneytinu, en framlögin voru veitt eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið höfðu farið yfir stöðu skólanna.

Tveir skólanna eru á höfuðborgarsvæðinu, það eru Kvennaskólinn í Reykjavík og Flensborgarskólinn, báðir skólarnir á Akureyri, Menntaskólinn og Verkmenntaskólinn og þrír aðrir úti á landi, það er Fjölbrautarskólarnir á Vesturlandi og Suðurlandi ásamt Fjölbrautarskóla Snæfellinga.