Veikindi og fjarvistir starfsmanna Velferðarsviðs Reykjavík eru talin hafa kostað Reykjavíkurborg 145 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í Frétablaðinu í dag. Laun og launatengd gjöld hafa á sama tíma farið 256 milljónir króna fram úr áætlun.

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Velferðarsviði, vill að ástæður þessa séu skoðaðar og lagði fram bókun á fundi velferðarráðs þann 4. september síðastliðinn vegna málsins. Hún vill að skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar á skipulagi á vinnu starfsmanna.