Þrjú dótturfyrirtæki TM Software hf. í Evrópu hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og einu til viðbótar verður lokað á næstu vikum, að því er fram í ákvörðun Samkeppniseftirlits í dag, þar sem samruni Nýherja og TM Software er heimilaður.

Alls eru dótturfélög TMS fjórtán talsins, þau helstu Skyggnir, Origa, Vigor, eMR og IPT. Dóttirfélögin þrjú sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta eru TM Software B.V., TM Software Europe og Falcon Automatisering, en það félag sem er að hætta störfum heitir TM Software Germany.

TM Software var stofnað á Íslandi árið 1986, hét upphafi félagið TölvuMyndir en nafninu var formlega breytt í TM Software í byrjun árs 2005. Árið 2004 opnaði TM Software skriftstofur í m.a. Hollandi, Þýskalandi, Chile, Bandaríkjunum, Noregi og Bretlandi.

Keyptu 78% fyrir milljarð

Nýherji keypti upplýsingatæknifyrirtækið TM Software í október síðast liðnum af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni, alls 78%, en kaupin voru frágengin í janúarlok. Kaupverð hlutarins var rúmur milljarður króna.

Samanlögð velta Nýherja og TM er um 13 milljarðar króna og fjöldi starfsmanna um 750 talsins í fjórtán dótturfélögum, á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og á Bretlandi. Þegar kaupin voru tilkynnt í janúar kom fram að Nýherji ráðgerði að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði allt að 65 milljónir króna til að fjármagna stærsta hluta kaupanna.